Fara í efni
Skip dagsins

Sunnudagar til strandhreinsunar í Eyjafirði

Á sunnudögum í júní verða skipulagðar fjöruhreinsanir í Eyjafirði, en það eru samtökin Ocean Missions sem standa fyrir þeim í samstarfi við Mission Blue, Akureyrarbæ, Eldingu hvalaskoðun, Whale safari og Eldingu Research. Öll eru velkomin að mæta og taka þátt, en á vef Akureyrarbæjar segir að verið sé að skoða strandsvæði fjarðarins og ákveða hvar verði tekið til hendinni.

  • Fyrsti hreinsunardagur:
    Hvenær: Sunnudaginn, 9. júní 2024
    Mæting: Kl. 18 hjá Akureyri Whale Watching, Oddeyrarbót 2, 600 Akureyri (sjá hér til að finna staðinn á kortinu).
    Þaðan verður ekið á hreinsunarstaðinn.

Alla sunnudaga fram í júlí verður hist hjá Akureyri Whale Watching. Hver hreinsun tekur á að giska 2-3 klukkustundir og þeim sem taka þátt verður boðið upp á létta hressingu og drykki í boði Ocean Missions. Hægt verður að fá bílfar á hreinsunarsvæðin svo framarlega sem beiðni um það berist fyrirfram á netfangið hér fyrir neðan.

Ef spurningar vakna er bent á að hafa samband hérna: akureyribeachcleanups@gmail.com.

HÉR eru meiri upplýsingar um samtökin Ocean Missions