Fara í efni
Mannlíf

VMA-samfélagið með sitt eigið hlaðvarp

VMA-samfélagið með sitt eigið hlaðvarp

Verkmenntaskólinn á Akureyri er nú kominn með sitt eigið hlaðvarp (podcast). Það eru nemendur, kennarar og annað starfsfólk sem stjórna hlaðvarpinu, og nú þegar er búið að gera fimm þætti. Umfjöllunarefni þáttanna er allt milli himins og jarðar – svo framarlega sem það endurspegli þann fjölbreytileika sem blómstrar í þessu fjölmenna skólasamfélagi.

Pétur Guðjónsson, viðburðarstjóri skólans, hefur borið hitann og þungann af því að gera hlaðvarpið að veruleika auk þess sem Hollvinasamtök VMA styrktu kaup á tækjabúnaði.

Nú stendur yfir þemavika um kynheilbrigði í VMA með yfirskriftinni: Kynlíf og kærleikur. Í þemavikunni fer nýr hlaðvarpsþáttur í loftið daglega þar sem rætt er um málefnið frá hinum ýmsu sjónarhornum.

Samhliða þáttagerð hefur einnig verið sett upp stutt leiksýning í Gryfjunni sem ber heitið Djúpið. Þetta er forvarnarsýning og fjallar um ofbeldi í nánum samböndum. Höfundur og leikstjóri er Embla Björk Hróadóttir. Föstudaginn 5. nóvember gefst starfsfólki skólans og almenningi kostur á að sjá sýninguna í Gryfunni en hún hefst 12:45.

Nánar um Djúpið: https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/mjog-ahugaverd-syning-a-djupinu

Nánar um hlaðvarpið: https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/hladvarp-vma-komid-i-loftid

Hægt er að hlusta á þætti Podcast VMA hér: https://www.facebook.com/Podcast-VMA-112472947890747