Menning
Vindurinn, slagverkið og Rúntur í Kaktus
05.08.2025 kl. 10:30

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Ein með öllu er nýafstaðin, en það er yfileitt ákveðin ró yfir vikunni eftir versló. Það er nú samt eitthvað á döfinni í menningarlífinu, en til dæmis verður tónlistarhátíðin WindWorks, þar sem blásturshljóðfærin fylla söfn bæjarins af tónum. Hátíðin hefst í dag.
Tónleikar
- WindWorks í norðri, tónlistarhátíð.
- WindWorks á Flugsafni Íslands, þriðjudaginn 5. ágúst. Tónleikar kl. 14 og 15.
- WindWorks á Listasafninu, fimmtudaginn 7. ágúst. Tónleikar kl. 14 og 15.
- WindWorks á Flugsafni Íslands, föstudaginn 8. ágúst. Tónleikar kl. 14 og 15.
- WindWorks í Dalvíkurkirkju, laugardaginn 14. ágúst. Tónleikar kl. 14 og 15.
- Rytmasögur - Puruñeka Duo, slagverksleikararnir Matiss Leo Meckl & Tirso Ortiz Garrigós. Black box í Hofi, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20:00.
Blanda af íslensku og erlendu tónlistarfólki kemur fram á árlegu tónlistarhátíðinni WindWorks. Hér er hlekkur á heimasíðu WindWorks.
Listasýningar
- Andrea Weber - Rúntur & Returns. Kaktus, 8. ágúst. Opnun sýningar kl. 17.00, gjörningur kl. 20.30. Sýningin verður einnig opin laugardag 9. ágúst til mánudag 11. ágúst frá kl. 14:00 - 18:00. Gjörningur laugardag 9. ágúst kl. 15:00.
- Vinnustofa - Stúdíó – Sýning Sólveigar Baldursdóttur í Mjólkurbúðinni. Opin til 10. ágúst.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. Ath - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13 - 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Aðrir viðburðir
Sveitahátíðin Fram í fjörð í Eyjafjarðarsveit verður haldin 9. ágúst með fjölmörgum viðburðum. Hér má sjá það sem verður í boði.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.