Fara í efni
Fréttir

Viljum við varðveita sögu og minjar?

Jón Ingi Cæsarsson, áhugamaður um sögu og minjar, nefnir í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun, að Gefjunarstífla, sem upphaflega var reist 1897, og vatnsstokkur frá henni, rétt neðan Bandagerðisbrúar, teljast til fornminja. Hann skorar á bæjarfulltrúa að sjá til þess að hafist verði handa við varðveislu og endurreisn „þessara merku minja í atvinnusögu Akureyrar“ – að þráðurinn frá 2009 verði tekinn upp; þá hafi Iðnaðarsafnið reynt að fá Akureyrarbæ til að taka þátt í verkefninu, málið virst í góðum farvegi en bæjaryfirvöld kippt að sér höndum.

„Þessi mannvirki voru lengi sýnileg og Glerárstífla var nokkuð heilleg lengi vel en seinni árin hefur hún látið mjög á sjá og nú er svo komið að hún mun hverfa á næstu árum. Stíflan og lónið settu mikinn svip á umverfið,“ segir í greininni.

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga