Fara í efni
Fréttir

Vantar nemendur í málmiðngreinar

Vertu stálslegin, er heitið á verkefni sem ætlað er að vekja áhuga á námi í málmiðngreinum.

Verkmenntaskólinn á Akureyri er þátttakandi í kynningarátaki ásamt öllum öðrum iðn- og verkmenntaskólum á landinu þar sem málmiðngreinar eru kenndar. Áherslan er á þau fjölbreytilegu tækifæri sem nám í málmiðngreinum gefur. 

Átakið fer meðal annars fram á samfélagsmiðlum og verða tólf myllumerki notuð sérstaklega í átakinu, en heiti þess er Vertu stálslegin. Meðal annars hafa verið útbúin kynningarmyndbönd sem ætlað er að vekja áhuga á námi í málmiðngreinum.

Á vef VMA er sagt frá því að á hverju ári frá 2014 hafi Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnbrautar VMA, gert könnun í upphafi haustannar um hvert hugur nemenda í grunndeild stefni að loknu grunnnáminu. Þar þykir sláandi hve fáir hafa nefnt rennismíði, blikksmíði eða stálsmíði, en í þeim greinum er mikill skortur á fagmenntuðu fólki.

Upplýsingar um þá skóla sem bjóða upp á málmiðngreinar má finna á vefsíðunni namogstorf.is.

Vertu stálslegin! - kynningarátak í málmiðngreinum | Verkmenntaskólinn á Akureyri (vma.is)