Fara í efni
Íþróttir

Valur og KA mætast í Meistarakeppni HSÍ

Valur og KA mætast í Meistarakeppni HSÍ

Keppnistímabil handboltamanna hefst fyrir alvöru í dag þegar karlalið KA og Valur mætast í Meistarakeppni HSÍ; þar er keppt um titilinn Meistari meistaranna. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í vor og KA er því mótherji meistaranna í dag sem taplið í bikarúrslitaleiknum. Leikurinn hefst á heimavelli Vals að Hlíðarenda kl. 16:00.

Íslandsmótið í karlaflokki hefst næsta fimmtudag en fyrsti leikur KA verður daginn eftir, föstudagskvöldið 9. september, gegn Haukum í Hafnarfirði.