Fara í efni
Menning

Útþrá, hljóðnemakvöld, Hjálmar og Kaleo

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Listasumar hefur runnið sitt skeið í ár, og nú er um að gera að safna kröftum fyrir Eina með öllu um Verslunarmannahelgina. 

Tónleikar

  • Kristjana og Eyþór - Útþrá – Tónleikar Kristjönu Arngrímsdóttur og Eyþórs Inga Jónssonar í Akureyrarkirkju. Síðasti viðburður Listasumars og aðgangur ókeypis. Tekið er við frjálsum framlögum. Sunnudaginn 27. júlí kl. 17-18.
  • Hjálmar - heiðra Hjálma – Bestu lög Hjálma í flutningi þeirra sjálfra á Græna hattinum. Föstudaginn 25. júlí kl. 21.
  • Þá verður að nefna tónlistarveisluna Vor í Vaglaskógi með hljómsveitinni Kaleo og gestum sem verður á jörðinni Mörk innan við Vaglaskóg. Auk Kaleo koma fram Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear The Ant, Soffía Björg, Svavar Knútur og Sigrún Stella. Laugardaginn 26. júlí.

 

Annað slagið bjóða Ren og Stu í fornbókabúðinni Svörtum bókum upp á Open mic / opið hljóðnemakvöld í búðinni. Á miðvikudaginn kemur verður það næsta haldið og öll velkomin. Svartar bækur á Facebook.

Listasýningar

 

Aðrir viðburðir


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.