Fara í efni
Mannlíf

Um runnkent elri til landgræðslu – fyrri hluti

„Víða er þörf á að græða upp land á Íslandi. Stundum er talið að hástig landgræðslu sé fólgið í því að búa til skóg eða akra úr örfoka landi,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar. „Þar sem þessi pistill er hluti af pistlaröð um tré, skóga og tengd málefni geymum við akrana í þetta skiptið en höldum okkur við ræktun skóga og kjarrs. Stundum, þegar illa farið land er tekið til ræktunar, er byrjað á því að reyna að koma lífi í landið, til dæmis með notkun belgjurta eða endurtekinni áburðargjöf sem í sumum tilfellum getur komið af stað gróðurframvindu. Trjám er síðan plantað þegar framvindan er komin í gang. Sum tré og runnar eru svokallaðir frumherjar í vistkerfum.“

Meira hér: Runnkent eldri til landgræðslu – Fyrri hluti: Almennt