Um 150-200 manns gengu gegn ofbeldi
Um 150-200 manns tóku þátt í Ljósagöngunni í gær, þar sem gengið var gegn ofbeldi á baráttudegi gegn ofbeldi á hendur konum. Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur í 16 daga, 25. nóvember til 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn.
Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Femínistafélag MA, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna.
Myndirnar hér að neðan tók Þorgeir Baldursson.



Nanna Lind Svavarsdóttir frá Soroptimistaklúbbs Akureyrar, sem stóð ásamt öðrum félögum að viðburðinum. (Aðsend mynd).

Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir frá Femínistafélagi MA í ræðustól á Amtsbókasafninu að göngunni lokinni.

Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, flutti stutt erindi á Amtsbókasafninu að göngunni lokinni.
