Menning
Úlfur úlfur, vindur og Dýrð í Fagraskógi
11.08.2025 kl. 16:15

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Nú er róleg tíð þangað til að botninn verður sleginn úr sumrinu 30. ágúst á Akureyrarvöku. Þó er alltaf eitthvað á seyði.
Listasýningar
- VATNALEIÐIR /Myndlistarsýning Jónasínu Arnbjörns – Deiglunni, 15.-17. ágúst. Opnun á föstudaginn 15. kl. 16.00. Opið 14-17 lau og sun.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. Ath - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13 - 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Tónleikar
- Rúnar Þór - tónleikar í Hrísey – Hluti af danshátíðinni í Hrísey. Mánudaginn 11. ágúst kl. 20.
- WindWorks í norðri, tónlistarhátíð.
- WindWorks á Listasafninu, þriðjudaginn 12. ágúst. Tónleikar kl. 14 og 15.
- Úlfur Úlfur á Græna hattinum – föstudags- og laugardagskvöld kl 21.00.
Tískusýningin Dýrð í Fagraskógi verður óvenjulegur og einstakur viðburður. Mynd af Guðmundi Tawan fatahönnuði og sumarlistamanni Akureyrar: RH
Aðrir viðburðir
- Dýrð í Fagraskógi – Sumarlistamaður Akureyrar og Fatahönnuðurinn Guðmundur Tawan stendur að baki Dýrð í Fagraskógi. Ævintýraleg tískusýning. Black box í Hofi, laugardaginn 16. ágúst kl. 16.00.
- Masterclass í nútímaflaututækni og bókakynning – Flautuleikarinn Mary Matthews kennir. Hluti WindWorks í norðri.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.