Fara í efni
Mannlíf

Tvö skip í Grímsey og annað svo í „innbæinn“

Amadea kemur með farþega til Grimseyjar í bítið, leggst síðan að Tangabryggju á Akureyri síðdegis og heldur kyrru fyrir þar til undir kvöld á morgun.

Tvö skemmtiferðaskip verða á ferð í „lögsögu“ Akureyrar í dag, bæði koma við í Grímsey og annað er síðan væntanlegt í innbæ höfuðstaðar Norðurlands og verður þar næstu nótt. 

  • Amadea – 594 farþegar, 292 í áhöfn – Grímsey – Koma 08.00 – Brottför 13.00
  • Le Boreal – 264 farþegar, 136 í áhöfn – Grímsey – Koma 13.30 – Brottför 18.30
  • Amadea – 594 farþegar, 292 í áhöfn – Tangabryggja – Koma 17.00 – Brottför 18.00 á morgun, sunnudag

Skemmtiferðaskip í ágúst

Upplýsingar birtar daglega í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands