Fara í efni
Mannlíf

Traust þarf að læra að nota rétt en er oft erfitt

„Strax við móðurbarminn og í vöggunni fáum við fyrstu kennslustundir um traust og svo í systkinahópnum, skólanum og síðar gengjunum sem við komum til með að ganga í, klúbbar eða klíkur. Og hjónabandið.“
 
Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í nýjum pistli fyrir Akureyri.net. Hann heldur áfram: „Samfélagsgerðin og aðstæðurnar sem við ölumst upp í hafa mikil mótandi áhrif, stjórnmálastefnur, stríð og friður. Ógnin getur verið í samskiptum og í næsta nágrenni eða í fjarlægu landi. Ótti kaldra stríða, hungurs og misígrundaðra stjórnmála, græðgi, yfirgangs og valdabrölts.“
 
Pistill Ólafs Þórs: Heilbrigt vantraust