Fara í efni
Menning

Tónleikar í tilefni 100 ára samfellds starfs

Karlakór Akureyrar – Geysir fagnar 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri með tónleikum í menningarhúsinu Hofi á morgun, laugardag, klukkan 16.00.

Karlakórinn Geysir var stofnaður 1922 og fyrstu tónleikar hans voru í desember það ár. Karlakór Akureyrar var formlega stofnaður í ársbyrjun  1930 en hélt raunar fyrstu tónleikana í desember 1929. Sameinaðir hafa kórarnir starfað frá 1990.

KAG býður upp á fjölbreytt efnisval á afmælistónleikunum, sem um leið spannar lengra tímabil í karlakórasöng þótt ekki sé alveg einfalt að túlka 100 ára tímabil í hefðbundinni dagskrá, segir í tilkynningu.

Einsöngvarar á tónleikunum eru tenórarnir Þorkell Pálsson og Magnús Hilmar Felixson. Stjórnandi kórsins er Valmar Väljaots.

Nánar á morgun