Fara í efni
Menning

Tónleikar Egils og Eikar á Minjasafninu

15 vinsælustu lög Íslands? er yfirskrift spennandi tónleika Egils Andrasonar og Eikar Haraldsdóttur sem í dag fara fram á sviði sýningarinnar Tónlistarbærinn Akureyri í aðalsal Minjasafnsins.

„Tónlistarmennirnir Egill og Eik flytja 15 vinsælustu lög Íslands á tónleikum sem verða fræðandi, skemmtilegir, jafnvel popúlískir að þeirra sögn,“ segir í kynningu á viðburðinum á Facebook. „Tónleikarnir fara fram á sviði sýningarinnar Tónlistarbærinn Akureyri í tilefni Listasumars. Á þeim ferðast Eik og Egill um íslenska tónlistarsögu og þræða ýmsar stefnur.

Þrátt fyrir ungan aldur eru Egill og Eik þrautreyndir listamenn sem hafa spilað og samið saman síðan 2014. Fyrsta plata þeirra, Lygasögur, kom út árið 2021. Hana má finna á Spotify.“