Fara í efni
Fréttir

Tónagjöf Hymnodiu og vina í Akureyrarkirkju

Þrjú barnanna í fjölskyldunni sem safnað er fyrir á tónleikum Hymnodiu og ýmissa fleiri í Akureyrarkirkju.

Kammerkórinn Hymnodia heldur í kvöld styrktartónleika í Akureyrarkirkju, þar sem fram kemur fjöldi annarra listamanna. Yfirskrift tónleikanna er Tónagjöf Hymnodiu og vina en frumkvæðið að þeim á Hannes Sigurðsson, einn félaga úr Hymnodiu; hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og fékk söngfélaga sína í lið með sér til að halda viðburðinn
 
  • Tónleikarnir í Akureyrarkirkju í kvöld hefjast kl. 20.00.
„Öll erum við magnvana gagnvart skelfingunni sem fréttir frá Gasa bera vitni um. Samt er það svo að öll getum við eitthvað gert. Að hjálpa einni manneskju í neyð er mikið. Að hjálpa heilli fjölskyldu er miklu meira,“ segir í tilkynningu frá Hymnodiu um tónleikana. „Nú skulum við hjálpa saman. Á styrktartónleikum Hymnodiu og vina sem haldnir verða í Akureyrarkirkju gefst tækifæri til að sýna kærleika í verki en líka samstöðu fólki sem býr svo langt í burtu og við svo óskiljanleg skilyrði. Við söfnum fyrir eina stóra fjölskyldu, sextán manns, átta börn frá 4ra mánaða til 6 ára og átta fullorðna. Sögu þeirra fáum við að heyra betur um í upphafi tónleikanna.“
 
Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur fram og gefur af list sinni. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum.
 
Flytjendur á tónleikunum í kvöld:
 
  • Hymnodia
  • Aðalsteinn Júlíusson
  • Elvý Guðríður Hreinsdóttir
  • Eyþór Ingi Jónsson
  • Friðjón Ingi Jóhannsson
  • Jóhann Björn Ævarsson
  • Kristjana Arngrímsdóttir
  • Kristján Edelstein
  • Margrét Árnadóttir
  • Petrea Óskarsdóttir
  • Þórarinn Stefánsson
  • Þórhildur Örvarsdóttir
  • Ösp Eldjárn
... og jafnvel fleiri., segir í tilkynningunni.  Viðburðurinn á Facebook: