Fara í efni
Fréttir

Töluverður eldur í gróðri við Glerá

Slökkviliðsmenn að störfum í kvöld. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Slökkviliðsmenn að störfum í kvöld. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Eldur kviknaði í gróðri á austurbakka Glerár í kvöld, gegnt Hlíðarbraut neðan Giljahverfis. Töluverðan reyk lagði yfir nágrennið.

Það var aðallega gras sem brann en litlu munaði að verr færi en raunin varð því eldurinn var farinn að læsa sig í trjágróður þegar slökkviliðið koma á staðinn að sögn varðstjóra, sem Akureyri.net ræddi við. Skjótt var brugðist við og tiltölulega fljótlegt var að slökkva.