Fara í efni
Menning

Tilnefningar til tvennra Grammy verðlauna

Tónlistin í tölvuleiknum God of War - Ragnarök, sem var að stórum hluta hljóðrituð í Hofi undir merkjum SinfoniaNord er tilnefnd til tvennra Grammy verðlauna. Greint er frá þessu á Facebook síðu Menningarfélags Akureyrar.

„Tónlistin er eftir Bear McCreary og voru það kórstjórarnir Hörður Áskelsson og Eyþór Ingi Jónsson sem leiddu sameiginlegan kór Schola Cantorum og Hymnodiu í marga daga sem tæknideild SinfoniaNord sá um undir stjórn Grammy-verðlaunahafans Steve McLaughlin,“ segir í tilkynningunni.

Önnur tilnefningin er fyrir bestu tónlistina í tölvuleikjum eða öðrum gagnvirkum miðlum, hin í flokki sem kalla mætti hljóðmynd tónlistarinnar í leiknum.