Mannlíf
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín
29.10.2025 kl. 09:45
Vetur konungur hefur knúið dyra og smáfuglunum er kalt. Þá er gott að vita til þess að næsta vor mun vorboðinn ljúfi aftur koma til landsins og syngja fyrir landann.
Skógarþröstur, Turdus iliacus, hefur löngum verið með vinsælustu fuglum landsins. Um það vitnar meðal annars fjöldi ljóða og vísa þar sem hann kemur fyrir. Í sumum þessara ljóða skipar fuglinn stóran sess en í öðrum er hann nefndur eins og í framhjáhlaupi. Í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar segir Sigurður Arnarson frá því helsta sem tengist fuglinum – sem mest frá sjónarhorni skálda, og birtar eru frábær myndir af fuglinum fallega.
„Ef þér líkar pistillinn máttu heiðra hann með því að fara út og gefa smáfuglunum,“ segir í kynningu á pistlinum á Facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Meira hér: Vorboðinn ljúfi