Fara í efni
Fréttir

Þrjár moskítóflugur í Kjós – staðfest

Moskítóflugan - karldýrið - sem Björn Hjaltason myndaði á dögunum.

Þrjár moskítóflugur fundust á Kiðafelli í Kjós fyrr í mánuðinum. Menn hafa nokkrum sinnum talið sig finna flugur þeirrar gerðar hér á landi áður en í þau skipti reyndist svo ekki vera – en Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðfest að það voru sannarlega moskítóflugur sem Björn Hjaltason íbúi í Kjósinni fann 16. og 18. þessa mánaðar.

Björn fann þá fyrstu í ljósaskiptunum 16. október. Þegar hann rak augun í fluguna læddist strax að Birni grunur hvað væri þarna á ferð og fangaði hann fluguna. Reyndist það kvendýr. Kvöldið eftir endurtók leikurinn sig, hann fangaði einnig þá flugu sem reyndist karldýr.  Enn sá Björn og fangaði flugu að kvöldi 18. október og við skoðun kom í ljós að það var kvendýr. Náttúrufræðistofnun Íslands staðfesti að allar þrjár flugurnar eru moskító – Culiseta annulata.

Vísindavefurinn – ýmislegt um moskítóflugur

Moskítóflugur sem Björn Hjaltason fann í Kjósinni. Kvendýrið á efri myndinni og karldýr á þeirri neðri. Björn tók myndirnar.