Fara í efni
Fréttir

Þriggja bíla árekstur, sex fluttir á sjúkrahús

Löng bílaröð myndaðist í grennd við slysstaðinn á meðan lögregla sinnti störfum á vettvangi. Mynd: Þorgeir Baldursson

Sex voru í þremur bílum sem lentu í árekstri innst í Hörgárdal í gærkvöldi og voru allir fluttir með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi eystra birti upp úr miðnætti í nótt. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um líðan fólksins eða meiðsli að sögn lögreglu.

Um tíma var vegurinn lokaður á meðan lögreglan sinnti vettvangsrannsókn en lokuninni var aflétt upp úr miðnætti. Tildrög slyssins lágu ekki fyrir á þeirri stundu, segir í tilkynningu lögreglunnar .