Fara í efni
Menning

Þremur sýningum að ljúka Listasafninu

Upp er runninn síðasta helgi þriggja sýninga á Listasafninu á Akureyri. Um er að ræða sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur, Huldukona, Kristjáns Guðmundssonar, Átta ætingar, og samsýningu Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar, Dömur mínar og herrar.

Á síðasta sýningadegi, sunnudaginn 4. maí, verður annars vegar óformlegt samtal Þórunnar Elísabetar við gesti safnsins um verkið Að vippa um sig vippu, kl. 14-17, og hins vegar safnstjóraspjall þar sem Sigríður Örvarsdóttir segir frá ferli og verkum Kristjáns Guðmundssonar og sýningunni Átta ætingar, kl. 15-16. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.

Nánar hér á vef safnsins