Þórsarinn Elmar Freyr Íslandsmeistari í hnefaleikum
 
											Elmar Freyr Aðalheiðarson frá hnefaleikadeild Þórs vann í dag Íslandsmeistaratitil í hnefaleikum, +92ja kg flokki. Þetta er þriðja árið í röð sem Elmar verður Íslandsmeistari. Elmar Freyr sigraði Magnús Kolbjörn frá Hnefaleikafélagi Kópavogs í úrslitaviðureign, en Íslandsmótið fór fram um helgina. Annar keppandi frá hnefaleikadeild Þórs, Sveinn Sigurbjarnarson, var einnig í eldlínunni, en féll út eftir tap í undanúrslitum í -80 kg flokki U19.
Nánar er fjallað um þá kappa í frétt á heimasíðu Þórs.
 Sveinn Sigurbjarnarson (til vinstri) úr hnefaleikadeild Þórs tapaði í undanúrslitum í -80 kg flokki U19 á Íslandsmótinu um helgina. Myndir: Hnefaleikadeild Þórs.
Sveinn Sigurbjarnarson (til vinstri) úr hnefaleikadeild Þórs tapaði í undanúrslitum í -80 kg flokki U19 á Íslandsmótinu um helgina. Myndir: Hnefaleikadeild Þórs.
 Sævar Ingi Rúnarsson, formaður hnefaleikadeildar Þórs, er einnig dómari og iðinn við þau störf fyrir félag sitt og Hnefaleikasamband Íslands.
Sævar Ingi Rúnarsson, formaður hnefaleikadeildar Þórs, er einnig dómari og iðinn við þau störf fyrir félag sitt og Hnefaleikasamband Íslands.