Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar töpuðu fyrsta leiknum gegn Fjölni

Josip Kezic var markahæstur Þórsara í dag. Hér er hann í leik gegn Fjölni á Akureyri um daginn þar sem Þórsarar unnu örugglega. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjölnismenn höfðu betur gegn Þórsurum í dag, 28:24, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla í handbolta. Leikið var á heimavelli Fjölnis, Dalhúsum í Grafarvogi.

Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 13:13, en Fjölnismenn hófu seinni hálfleikinn miklu betur og voru komnir fimm mörkum yfir, 21:15, þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður.

Mörk Þórs: Josip Kezic 9, Tomislav Jagurinovski 6, Jóhann Einarsson 4, Heimir Pálsson 3, Viktor Jörvar Kristjánsson 1, Viðar Ernir Reimarsson 1.

Liðin mætast öðru sinni í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn klukkan 16.00. Það lið sem sigrar í tveimur leikjum mætir sigurliðinu úr einvígi ÍR-inga og Kórdrengja í lokabaráttunni um sæti í efstu deild næsta vetur.