Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar töpuðu fyrir liði KV í Reykjavík

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þorlákur Árnason þjálfari Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 1:0 fyrir Knattspyrnufélagi Vesturbæjar (KV) á gervigrasvelli KR í dag, í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þórsarar eru með 27 stig í 10 sæti en KV er næst neðst 18 stig og fallið ásamt Þrótti úr Vogum.

Aðeins ein umferð er eftir af deildinni. Þórsarar taka á móti Fylkismönnum næsta laugardögum en Fylkir hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.