Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti liði Vestra í dag

Þórsarar fá lið Vestra í heimsókn í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) hefst klukkan 14.00. Fyrri leik Þórs og Vestra í sumar lauk með 3:3 jafntefli þar sem Vestri jafnaði í uppbótartíma.

Þórsliðið er í 10. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 leiki en Vestramenn eru þremur sætum ofar með 22 stig, einnig eftir 14 leiki.

Bæði lið hafa unnið tvo síðustu leiki; Þórsarar báða á útivelli en Vestri heima. Þór vann Kórdrengi 4:2 og Grindavík 2:1. Vestri vann hins vegar Gróttu 3:1 og Þrótt úr Vogum 4:0.