Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti Gróttumönnum í dag

Kristófer Kristjánsson í leiknum gegn Selfyssingum á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar taka á móti liði Gróttu í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn á Þórsvellinum (SalPay vellinum) hefst klukkan 18.00.

Grótta er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en Þór er með fimm stig að loknum sex leikjum, í níunda sæti.