Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar bjóða upp á vöfflur og súkkulaði

Á morgun, föstudag 17. desember, ætla Þórsarar að bjóða gestum og gangandi í félagsheimilið Hamar og gæða sér á rjómavöfflum með sultutaui, og rjúkandi kakói með, „í tilefni hinnar helgu hátíðar sem nálgast óðfluga,“ eins og segir í tilkynningu frá Íþróttafélaginu Þór.

Tveir fyrrum formenn Þórs, Sigfús Ólafur Helgason og Árni Óðinsson byrja að baka vöfflurnar strax kl 9.00 í fyrramálið og verða með heitt vöfflujárnið til kl. 12.00.

Glænýjar vöfflur verða svo á boðstólum á nýjan leik klukkan 16.00 þegar Grobbarar, félagsskapur eldri Þórsara, tekur til við að baka í Hamri . Þeir garpar verða að til kl. 19.00.

„Allir eru hjartanlega velkomnir og hvetjum við alla Þórsara unga sem eldri sem geta komið, að líta við í Hamri og gæða sér á góðgæti.

Þórsarar! Bjóðum jólunum að koma til okkar Þórsara með rjómavöfflum og rjúkandi súkkulaði.“