Íþróttir
														
Þór tekur á móti KF í bikarkeppninni í dag
											
									
		06.04.2023 kl. 12:00
		
							
				
			
			
		
											 
											Alexander Már Þorláksson og félagar í Þór fá KF í heimsókn í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
									Þórsarar mæta liði KF í annarri umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, í Boganum í dag klukkan 15.00.
Aðgangur á leikinn kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna. Aðeins er hægt að kaupa miða við innganginn - en þegar keppni í Lengjubikarnum hefst mun knattspyrnudeildin einnig verða með miðaforritið Stubb í sinni þjónustu og þar verður hægt að kaupa miða í sumar, segir á heimasíðu Þórs.
Fyrir þau sem ekki komast á leikinn er einnig hægt að fylgjast með honum í Þór TV - smellið hér til að horfa - kostar 1.000 krónur að horfa.
 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            