Fara í efni
Fréttir

„Þetta er í eldhúsinu okkar“ – MYNDIR

Slæmt ástand húsnæðis hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Starfsmaður á Hlíð birti áhugaverðar myndir á Facebook síðu sinni í dag sem full ástæða er til að deila.
 
„Í ljósi umræðunnar um mygluna á Hlíð, þá langar mig að sýna ykkur vinnusvæðið okkar á Grenihlíð. Þetta er í eldhúsinu okkar, þar sem við gefum fólkinu okkar að borða!“ skrifar Lena Sif Björgólfsdóttur. „Og þetta bjóðum við gamla fólkinu okkar uppá. Þið megið deila ef þið viljið,“ skrifar hún og Akureyri.net gerir það hér með.
 
Vert er að geta þess að Grenihlíð er á annarri hæð í suðvestur hluta byggingar sem tekin var í notkun árið 2006.