Það var ekki til siðs að læsa útihurðum

Það var ekki til siðs að læsa útihurðum á Akureyri, þótt eitthvað liði nú á öldina, og átti það jafnt við um þær allar saman, hvort heldur farið var vaskahúsmegin, inn og út um um bakdyrnar, eða sjálfar forstofudyrnar, sem voru raunar aldrei í mikilli notkun á mínu heimili, af því að þær þóttu full til fínar.
Þannig hefst 88. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
En allt saman var þetta opið fyrir gesti og gangandi. Og ekki til nokkurs siðs að menn kæmu að læstum dyrum, en það merkti að maður vildi ekki nokkra sál í sín hús. Væri mannafæla. Utangátta. Sem var bara á færi sérvitringa.
Man þessa tíma. En fyndi maður ekki hjólapumpuna í geymslunni heima hjá sér, var bara skottast inn í næstu bílskúra í götunni til að hafa upp á græjunni, og farið inn í þá alla þar til pumpa fannst.
Pistill dagsins: Ólæst