„Th. Dsen Bigde Þettad Pakkhús Ár 1843“

Skipalón stendur yst og vestast í víðlendri og aflíðandi hlíð norður af Moldhaugahálsi, á brún lágrar brekku upp af ósum Hörgár, austanmegin ár, nokkurn veginn beint á móti Möðruvöllum. Næstu bæir eru Hlaðir að sunnan og Gásir austan við og á jörðin merki að þeim jörðum en við Hörgá í vestri og sjávarmál í norðri. Nafnið kann að benda til þess, að þarna hafi áður verið skipgengt, þegar mögulega hefur verið hægt að sigla að staðnum upp eftir Hörgá.
Þannig hefst nýjasti pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í þeirri stórfróðlegu röð, Hús dagsins.
Á Skipalóni standa tvö hús frá fyrri hluta 19. aldar. Annars vegar er það Lónsstofa, sem reist var árið 1824 og er því orðin 200 ár og hins vegar er Smíðahúsið, en það er byggt árið 1843. Það reisti bóndinn, timburmeistarinn og skipasmiðurinn, Þorsteinn Daníelsson, sem bjó á Skipalóni og var löngum kenndur við staðinn. Líkt og nafnið bendir til, var húsið reist sem smíðaverkstæði. Arnór Bliki fjallar í dag um síðarnefnda húsið.
Pistill dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni