Fara í efni
Mannlíf

Tætt og tryllt sem fyrr á Bíladögum

Sandspyrnukeppnin fór fram í kvöldsól þjóðhátíðardagsins. Ljósmyndir: Árni Már Árnason.
Sandspyrnukeppnin fór fram í kvöldsól þjóðhátíðardagsins. Ljósmyndir: Árni Már Árnason.

Bíladagar, árleg hátíð Bílaklúbbs Akureyrar (BA), hófst í gær með bílasýningu í Boganum og í gærkvöldi fór fram önnur umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu á svæði BA ofan bæjarins. Árni Már Árnason var á staðnum með myndavélina, eins og svo oft áður. Hér að neðan eru nokkur sýnishorn af flottum myndum Árna.

Í dag fer fram Íslandsmótið í drifti á svæði Bílaklúbbsins. Á morgun verður þar svo önnur umferð Íslandsmótsins í götuspyrnu; tímatökur hefjast klukkan 12.00 og keppni klukkan 14.00. Reiknað er með að keppni standi yfir til klukkan 18.00. Síðan verður Burn-out á svæðinu klukkan 20.00 og þar með lýkur veislunni.

Akureyri.net fjallar meira um Bíladaga síðar.

Heimasíða Bílaklúbbs Akureyrar