Fara í efni
Fréttir

Tæplega 200 farþegar með fyrsta skipinu

Le Dumont d'Urville í höfn á Akureyri í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Le Dumont d'Urville í höfn á Akureyri í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Le Dumont d'Urville, kom til Akureyrar seint í fyrrakvöld með tæplega 200 farþega og um 100 manna áhöfn. Að sögn Péturs Ólafssonar, hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands, er von á hátt í 60 skipum til hafnar á Akureyri í sumar og um 30 skipum til minni hafna samlagsins. 

Síðasta hefðbundna ár ferðaþjónustunnar, áður en heimsfaraldurinn skall á, 2019, komu rúmlega 150 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til hafna á Norðurlandi, en verða líklega um 30 þúsund í sumar að sögn Péturs. Skipin eru öll mun minni en í venjulegu árferði, þau verða á ferð hér norður frá, farþegar koma fljúgandi til landsins og fara um borð í skipin hérlendis í stað þess að allir komi siglandi eins og venjan er.

Le Dumont d'Urville lét úr höfn á Akureyri síðdegis í gær.