Fara í efni
Menning

Sýningu Hallgríms í Epal lýkur á fimmtudag

Ein myndanna sem Hallgrímur Stefán Ingólfsson sýnir í Epal á Laugavegi 7 í Reykjavík.

Hallgrímur Stefán Ingólfsson myndlistarmaður hefur sýnt vatnslitamyndir í sal verslunarinnar Epal á Laugavegi 7 í Reykjavík síðustu vikur. Sýningunni, sem hann kallar Bryggjurúntur, lýkur á fimmtudaginn.

„Margar myndir mínar í gegnum tíðina hafa verið sjávarútvegstengdar. Ég er bryggjukarl; ef ég kem á nýjan stað verð ég alltaf að byrja á því að fara niður á bryggju og taka stöðuna,“ segir Hallgrímur við Akureyri.net. „Ég var sendur í sveit vestur í Önundarfjörð sem strákur og sigldi þá með með strandferðaskipinu MS Herðubreið; var upp í fimm sólarhringa á leiðinni!“ segir „sægarpurinn“ og hlær þegar hann hugsar til baka.

Hallgrímur vekur athygli á því að sýningin er ekki í höfuðstöðvum Epal í Skeifunni, heldur í litlu Epal-versluninni á Laugavegi 7. „Þar er góður sýningarsalur,“ segir hann.