Fara í efni
Menning

Sýning á verkum Þorvaldar framlengd

Sýning á verkum Þorvaldar framlengd

Vegna lokunar á síðasta ári sökum Covid-19 faraldursins og breyttra aðstæðna í kjölfarið verður yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar í Listasafninu á Akureyri, Lengi skal manninn reyna, framlengd til og með 11. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt í morgun.

Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing um ævi og störf Þorvaldar í Listasafninu 6. febrúar undir yfirskriftinni Akademíur. Leiðsögn um sýninguna verður m.a. 11. febrúar og 4. mars og er aðgangur innifalinn í miðaverði.

Sverrir Páll Erlendsson skrifaði um sýninguna fyrir Akureyri.net í haust. Grein Sverris er hægt að lesa með því að smella HÉR