Menning
Svavar Knútur, GÓSS, Rúnar Eff og fiskar
19.08.2025 kl. 10:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Nú er róleg tíð þangað til að botninn verður sleginn úr sumrinu 30. ágúst á Akureyrarvöku. Þó er alltaf eitthvað á seyði.
Listasýningar
- Myndlistasýning Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. ATH - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13.00 og 13.30. Margrét verður síðan sjálf á staðnum næsta laugardag, 23. ágúst kl. 13, og verður með smá spjall og leiðsögn um sýninguna.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Tónleikar
- Svavar Knútur og strengjatríó á LYST - Fimmtudaginn 21. júní kl 20.00.
- GÓSS á Græna hattinum – Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 21.
- Rúnar Eff og hljómsveit á Græna – Föstudaginn 22. ágúst kl. 21
Aðrir viðburðir
- Þú ert fiskur - Mahaut og Baukur – Kaktus. Opnun föstudaginn 22. ágúst kl. 19.30. Sýningin er blanda margra lista. Tónlistarflutningur föstudag kl. 20 og aftur kl. 21, laugardag kl. 15 og 17 og sunnudag kl. 18.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.