Sumarið leikur við Akureyringa - MYNDIR

Við þraukum stóran meiripart ársins í kulda og myrkri, fyrir daga sem þessa. Þegar það er að detta í hásumar, trén eru iðagræn, brosandi fólk gengur um bæinn án þess að eiga endilega erindi þangað og sólin vermir kinn. Ráðhústorgið virðist vera að sanna sig sem spennandi áfangastaður, þótt það hafi sætt gagnrýni í byrjun sumars, þegar grasflötin var stækkuð og mótaðir voru hólar og hæðir.
Síðustu daga hefur mikið líf verið í kring um torgið og fólk á öllum aldri að njóta veðurblíðunnar á legubekkjunum, krakkar að hoppa og skoppa á hólunum og setið allt um kring á útileguborðum og bekkjum. Blaðamaður hefur vinnuaðstöðu í Drift, í gamla Landsbankahúsinu og skrapp út til þess að taka nokkrar myndir af mannlífinu. Neðar má svo finna myndir úr Kjarnaskógi, en þar hefur líka verið margt um manninn í góða veðrinu.
Sumarið er tíminn...!
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í fjölskylduparadísina Kjarnaskóg í dag og í gær, þar sem öll leiksvæði voru full af lífi og leik. Nýji múmín-kastalinn trekkir vel að og þar var einfaldlega röð í rennibrautina þegar blaðamaður kom á svæðið.
Myndir úr Kjarnaskógi: