Fara í efni
Fréttir

Styrkja Seyðfirðinga og lána tvö sumarhús

Gífurlegt tjón varð í skriðuföllunum á Seyðisfirði. Ljósmynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson.
Gífurlegt tjón varð í skriðuföllunum á Seyðisfirði. Ljósmynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson.

Verkalýðsfélagið Eining-Iðja hefur ákveðið að að styrkja Björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði og Rauða krossinn þar í bæ með fjárframlögum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Stjórn félagsins samþykkti þetta samhljóða á fundi í gær. Jafnframt var ákveðið að tvö hús félagsins á Einarsstöðum stæðu Seyðfirðingum sem á þyrftu að halda til boða, endurgjaldslaust, á meðan óvissan er fyrir hendi.

„Stöndum saman og leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til að létta þungum byrðum af félögum og vinum fyrir austan. Hugur okkar og hjarta eru hjá ykkur Seyðfirðingar!“ segir á heimasíðu Einingar-Iðju, sem sendir Seyðfirðingum stuðnings- og baráttukveðjur á þessum erfiðu tímum.

Eining-Iðja birtir svo banka- og reikningsnúmer auk kennitölu Rauði krossins og Ísólfs

Rauði krossinn Seyðisfirði

Kt: 620780-3329

Rnr: 0176-26-30

 

Björgunarsveitin Ísólfur Seyðisfirði

Kt: 580484-0349

Rnr: 0176-26-5157