Fara í efni
Mannlíf

„Strákar, má ég koma aftur í vinnuna?“

Ragnar Sverrisson, til vinstri, og Sigþór Bjarnason, stóðu vaktina saman í JMJ í hálfa öld. Skjáskot…
Ragnar Sverrisson, til vinstri, og Sigþór Bjarnason, stóðu vaktina saman í JMJ í hálfa öld. Skjáskot af Hringbraut.

Ragnar Sverrisson og Sigþór Bjarnason – Raggi og Dandi – stóðu vaktina saman í Herradeild JMJ í hálfa öld. Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sá tindilfætti Brekkusnigill og orðsins maður, hitti þá félaga í versluninni nýverið og gerði þátt sem sýndur er á Hringbraut og full ástæða til þess að vekja athygli á.

Tengdafaðir Ragga, Jón Marinó Jónsson, stofnaði verslunina og saumastofu fyrir 65 árum, þriðja kynslóð stjórnar nú fyrirtækinu og sú fjórða er eitthvað farin að láta til sín taka. Raggi og Dandi létu af störfum fyrir nokkrum árum, en sá fyrrnefndi byrjaði fljótlega aftur! Þeir sem þekkja Ragga vita að hann á erfitt með að sitja með hendur í skauti.

Jón Marinó, sonur Ragnars, sem nú ræður ríkjum í versluninni segir svo frá: „Hann ætlaði að hætta. Gekk hring eftir hring í bænum og kom svo hérna inn einn daginn og spurði: strákar, má ég koma aftur í vinnuna?!“

Smelltu hér til að horfa á þátt Sigmundar Ernis um JMJ á Hringbraut

Feðgarnir Jón Marinó Ragnarsson og Ragnar Sverrisson. Skjáskot af Hringbraut.