Fréttir
														
Strætó aftur kominn á rétta braut
											
									
		17.12.2022 kl. 06:15
		
							
				
			
			
		
											
									Leið 6 hjá Strætisvögnum Akureyrar ekur nú hina hefðbundnu leið sína samkvæmt leiðabók um Hagahverfið og fer alla leið suður Kjarnagötu í stað þess að fara Kristjánshaga að hluta. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.
Leið 5 mun hins vegar aka áfram um Kristjánshaga eins og verið hefur upp á síðkastið og mun gera það eitthvað fram á næsta sumar vegna framkvæmda.
Að neðan má sjá hluta þeirrar leiðar sem vagn númer 6 ekur. Nánari upplýsingar um leiðakerfi SVA eru hér
