Fara í efni
Íþróttir

Stjarnan sló KA út úr bikarkeppninni

Einar Rafn Eiðsson, lengst til vinstri, skorar sigurmarkið í deildarleik gegn Stjörnunni í KA-heimilinu í september. Einar og félagar urðu að sætta sig við tap í bikarleiknum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA er úr leik í bikarkeppni karla í handbolta eftir tap fyrir Stjörnunni í Garðabæ í dag. Stjarnan sigraði 26:23 eftir mjög spennandi viðureign og tryggði sér þar með farseðilinn í undanúrslitin.

Stjarnan hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 12:10. Liðið var áfram skrefi á undan KA-mönnum fram í miðjan seinni hálfleik en þá jafnaði Ott Varik metin, 18:18. Staðan var 20:20 þegar átta mínútur, þá gerðu Stjörnumenn þrjú mörk í röð en KA-strákarnir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt mark, 24:23. Nær komust þeir hins vegar ekki og heimamenn gerðu tvö síðustu mörkin.

Mörk KA: Jens Bragi Bergþórsson 6, Einar Rafn Eiðsson 6 (2 víti), Dagur Árni Heimisson 5, Ott Varik 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Daði Jónsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 15/1, 36,6%.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.