Fara í efni
Íþróttir

Steinþór og Hallgrímur á meðal þeirra bestu

Steinþór og Hallgrímur á meðal þeirra bestu

KA-maðurinn Steinþór Már Auðunsson var valinn markvörður sumarsins í Pepsi Max deildinni af sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar á Stöð 2 Sport og var í liði ársins sem þeir völdu, sem og Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Steinþór Már og Hallgrímur Mar voru einnig báðir í liði ársins hjá Morgunblaðinu, sem valið er eftir einkunnagjöf sem íþróttafréttamenn blaðsins gefa eftir hvern leik yfir sumarið. Þá var Hallgrímur Mar valinn í lið ársins hjá fotbolta.net.

Sannarlega ánægjulegt fyrir þá félaga, ekki síst Steinþór - sem gjarnan er kallaður Stubbur, eins og frægt er orðið. Hann skipti yfir í uppeldisfélagið eftir áralanga fjarveru og fékk loks langþráð tækifæri í meistaraflokki. Kristijan Jajalo, sem átti að vera aðalmarkvörður KA, brotnaði skömmu fyrir mót, Steinþóri var treyst fyrir hlutverkinu og stóð sig með mikilli prýði, eins og viðurkenningar fjölmiðla bera vott um.

Nánar hér á Vísi um lið ársins valið af sérfræðingunum á Stöð 2 Sport

Nánar hér um uppgjörið fotbolti.net