Fara í efni
Mannlíf

Stefán Þór: Þessi þjóð er óð í gróða

Við Íslendingar höfum frá upphafi verið einstaklingshyggjumenn, harðduglegir og ósérhlífnir, afskaplega hugmyndaríkir og ekki látið okkur allt fyrir brjósti brenna. Sumir hafa kallað þetta síngirni og þvaðrað um að hér séu menn uppteknir við að skara eld að eigin köku en það er nú bara öfund hælbítanna.

Þannig hefst fimmti pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.

Þessi þjóð er að stofni til afkomendur landnámsmanna sem byggðu sinn grunn á hagsmunum einstaklinga, ættartengslum, útsjónarsemi og óbilgirni og þá var barist með gáfum, orðum, brögðum - og reyndar vopnum líka en ekki nánar út í þá sálma.

Pistill Stefáns Þórs: Þessi þjóð er óð í gróða