Stefán Þór: Björgum heilsunni hið snarasta

Til allrar hamingju er þessi þjóð í senn opin fyrir nýjungum og trygglynd við fornar hefðir. Þannig getum við bæði ausið úr gömlum heilsubrunnum og fengið tækifæri til að prófa allt það nýjasta í bætiefnageiranum. Ég fæ reglulega tilkynningar um lífsbjargandi efni, nú síðast eitthvert gerjað ensím úr japönskum sojabaunum sem gæti haft verulega góð áhrif á hjartaheilsu mína. Þetta verð ég að prófa, ekki spurning.
Þannig hefst sjötti pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Við erum sérstaklega lotningarfull gagnvart því sem sagt er koma frá Asíu og Austurlöndum. Útdráttur af kóreskri rót, eimaður sveppur úr Himalajafjöllum, skordýraleifar úr haugum í útjaðri Hokkaídó, seyði af stöngli töfrajurtar frá Balí, útdráttur af hægri fæti tiltekinnar frosktegundar frá Íran og svo auðvitað súrsuð laufblöð af tré sem indverskir fílar sækja óspart í.
Pistill Stefáns Þórs: Björgum heilsunni hið snarasta