Mannlíf
Starfsfólk Nestanna safnaði fyrir KAON
23.12.2025 kl. 10:00
Þær Lilja frá Veganesti, Rakel frá Leirunesti og Júlía frá AK-INN afhentu Evu Björgu, fulltrúa Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, gjöfina fyrir hönd starfsfólks nestanna.
Á árlegri jólagleði starfsfólks AK-INN, Leirunestis og Veganestis var ákveðið að efna til söfnunar og láta ágóðann renna til góðs málefnis. Að þessu sinni varð Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fyrir valinu og söfnuðust alls 200.000 krónur, sem afhentar voru félaginu nýverið.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segjast eigendurnir Markús Gústafsson og Róbert Már Kristinsson afar ánægðir með framtak starfsfólksins. „Við erum afar stoltir af starfsfólki okkar og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem það sýnir í verki,“ segja þeir Markús og Róbert.