Fara í efni
Íþróttir

Sópuðu að sér viðurkenningum!

Lokahóf HSÍ! Frá vinstri: Matea Lonac, Rakel Sara Elvarsdóttir, Árni Bragi Eyjólfsson, Rut Arnfjörð …
Lokahóf HSÍ! Frá vinstri: Matea Lonac, Rakel Sara Elvarsdóttir, Árni Bragi Eyjólfsson, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Andri Snær Stefánsson. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Akureyringar fengu fjölda verðlauna í lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem fram fór í Reykjavík í hádeginu.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór, og Árni Bragi Eyjólfsson, KA, voru valin bestu leikmenn nýliðins keppnistímabils. Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór var valin efnilegasti leikmaðurinn og Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, besti þjálfarinn í kvennaflokki.

Sannarlega frábær uppskera, en leikmenn Akureyrarliðanna fengu mun fleiri viðurkenningar. Hér má sjá lista yfir þær allar:

 • Hátt­vísis­verðlaun Handknattleiksdómarasambands Íslands 2021: Árni Bragi Eyj­ólfs­son – KA
 • Marka­hæsti leikmaður Olís­deild­ar karla 2021: Árni Bragi Eyj­ólfs­son – KA með 163 mörk.
 • Besti sókn­ar­maður Olís­deild­ar kvenna 2021: Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir – KA/Þ​ór.
 • Besti sókn­ar­maður Olís­deild­ar karla 2021: Árni Bragi Eyj­ólfs­son - KA.
 • Besti markmaður Olís­deild­ar kvenna 2021: Matea Lonac – KA/Þ​ór.
 • Sig­ríðarbik­ar­inn 2021: Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir – KA/Þ​ór; þá viðurkenningu fær sá leikmaður sem þykir mikilvægastur í deildinni. Bikarinn var gefinn af Sigríði Sigurðardóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það varð Norðurlandameistari 1964, og fyrstu konunni sem kjörin var Íþróttamaður ársins, einmitt það ár.
 • Valdi­mars­bik­ar­inn 2021: Árni Bragi Eyj­ólfs­son – KA; þá viðurkenningu fær sá leikmaður sem þykir mikilvægastur í deildinni. Bikarinn var gefinn í minningu Valdimars Sveinbjörnssonar, mannsins sem kynnti Íslendingum handknattleikinn eftir að hann kynntist leiknum í Danmörku.
 • Besti þjálf­ari í Olís­deild kvenna 2021: Andri Snær Stef­áns­son – KA/Þ​ór.
 • Efni­leg­asti leikmaður Olís­deild­ar kvenna 2021: Rakel Sara Elvars­dótt­ir – KA/Þ​ór.
 • Besti leikmaður Olís­deild­ar kvenna 2021: Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir – KA/Þ​ór
 • Besti leikmaður Olís­deild­ar karla 2021: Árni Bragi Eyj­ólfs­son - KA

Aðrar viðurkenningar á lokahófinu voru þessar:

 • Hátt­vísis­verðlaun HDSÍ kvenna 2021: Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir - ÍBV
 • Ung­linga­bik­ar HSÍ: Hauk­ar
 • Marka­hæsti leikmaður 1. deild­ar kvenna 2021: Sara Katrín Gunn­ars­dótt­ir – HK með 154 mörk
 • Marka­hæsti leikmaður 1. deild­ar karla 2021: Kristján Orri Jó­hanns­son – Kría með 178 mörk.
 • Marka­hæsti leikmaður Olís­deild­ar kvenna 2021: Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir – Fram með 121 mark.
 • Besti varn­ar­maður 1. deild­ar kvenna 2021: Ída Mar­grét Stef­áns­dótt­ir – Val­ur U.
 • Besti varn­ar­maður 1. deild­ar karla 2021: Hjalti Már Hjalta­son - Vík­ing­ur.
 • Besti varn­ar­maður Olís­deild­ar kvenna 2021: Sunna Jóns­dótt­ir - ÍBV.
 • Besti varn­ar­maður Olís­deild­ar karla 2021: Tandri Már Kon­ráðsson - Stjarn­an.
 • Besti sókn­ar­maður 1. deild­ar kvenna 2021: Sara Katrín Gunn­ars­dótt­ir - HK.
 • Besti sókn­ar­maður 1. deild­ar karla 2021: Kristján Orri Jó­hanns­son – Kría.
 • Besti markmaður 1. deild­ar kvenna 2021: Eva Dís Sig­urðardótt­ir – Aft­ur­eld­ing.
 • Besti markmaður 1. deild­ar karla 2021: Andri Sig­mars­son Scheving – Hauk­ar U.
 • Besti markmaður Olís­deild­ar karla 202: Vilius Rasimas - Sel­foss.
 • Besta dóm­arap­arið 2021: Ant­on Gylfi Páls­son og Jón­as Elías­son.
 • Besti þjálf­ari í 1. deild kvenna 2021: Guðmund­ur Helgi Páls­son – Aft­ur­eld­ing.
 • Besti þjálf­ari í 1. deild karla 2021: Elías Már Hall­dórs­son - HK.
 • Besti þjálf­ari í Olís­deild karla 202: Aron Kristjáns­son - Hauk­ar
 • Efni­leg­asti leikmaður 1. deild­ar kvenna 2021: Sara Katrín Gunn­ars­dótt­ir - HK
 • Efni­leg­asti leikmaður 1. deild­ar karla 2021: Guðmund­ur Bragi Ástþórs­son – Hauk­ar U.
 • Efni­leg­asti leikmaður Olís­deild­ar karla 2021: Blær Hinriks­son – Aft­ur­eld­ing
 • Leikmaður árs­ins í 1. deild kvenna 2021: Erna Guðlaug Gunn­ars­dótt­ir – Fram
 • Leikmaður árs­ins í 1. deild karla 2021: Kristján Orri Jó­hanns­son – Kría