Fara í efni
Fréttir

Sólin er komin heim og verður um helgina

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Veðrið lék við Akureyringa í gær og hefur gert í morgun. Samkvæmt einstaka veðurkorti á ekki að sjást til sólar í dag, en heimamenn og gestir þeirra hafa aðra sögu að segja í augnablikinu.

Ekki verður hægt að kvarta undir veðrinu í dag, nema hvað seint í kvöld á að rigna, þannig að keppendur á Arctic Open golfmótinu, sem hefst í dag, verða að hafa regnhlífina tilbúna. Á akureyrsku kallast slík augnablik að það sé gott fyrir gróðurinn og að loftið verði ferskara á eftir. Miðnætursólarmótið stendur hins vegar undir nafni á morgun ef að líkum lætur. Sólin skín allan morgundaginn, hitinn verður mestur 18 stig og um miðnætti á að vera glampandi sól og um 13 stiga hiti. Þá viðrar sem sagt vel til þess að sveifla kylfunni og njóta lífsins. Á laugardag verður enn betra veður – sól og allt að 20 stiga hiti.

Litli, fallegi Akureyringurinn á myndinni spókaði sig í sólinni í morgun, hnarreistur og fullkomlega áhyggjulaus og tók á loft þessa á milli til að virða sér leiki mannanna.