Fara í efni
Fréttir

Hægt að panta vöru og sækja í snjallskáp

Hægt að panta vöru og sækja í snjallskáp

Á Glerártorgi hefur verið settur upp snjallskápur, sem svo er kallaður.  Viðskiptavinum stendur þar með til boða að hafa samband við verslanir í húsinu og panta vöru, og viðkomandi getur síðan nálgast hana í snjallskápnum hvenær sem er sólarhringsins.

Skápurinn er í suðvestur anddyri hússins, við Rúmfatalagerinn og Arion banka. Eftir að fólk pantar vöru fær það sent númer í símann, sem það notar svo til þess að opna skápinn þegar það vill sækja vöruna.

Þess má geta að í tilefni hins svarta föstudags í þessari viku - Black Friday eins og hann er kallaður í útlandinu - bjóða flest fyrirtæki á Glerártorgi upp á ókeypis heimsendingu um komandi helgi.