Fara í efni
Fréttir

Skúturnar komu með sumarið á Pollinn

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Gleðilegt siglingasumar! Fjórar skútur liðu tignarlega um Pollinn í gærkvöldi og segja má að þar með hafi akureyrskum siglingamönnum formlega verið fært sumarið. Eigendur skútanna sigldu saman úr Sandgerðisbótinni og æfðu sig drjúga stund á Pollinum, fullir tilhökkunar yfir siglingum sumarsins.