Fréttir
Skúli Bragi Geirdal nýr varaformaður UMFÍ
19.11.2025 kl. 10:00
Akureyringurinn Skúli Bragi Geirdal er nýr varaformaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en skipað var í embætti og nefndir á fundi eftir 54. Sambandsþing, þar sem hann var kosinn í stjórn. Skúli verður einnig formaður fræðslunefndar og nefnd miðlunar og samskipta, sem sér um kynningarmál UMFÍ.
Skúli, sem er 33 ára, hefur mikla reynslu af fræðslustörfum og félagsstarfi ungmenna, hann er fjölmiðlafræðingur að mennt og fyrirlesari. Skúli stofnaði Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi og situr meðal annars í starfshópi menntamálaráðherra um mótun reglna um viðeigandi og örugga símanotkun í grunnskólum.